Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 144/1986

Gjaldár 1984

Lög nr. 75/1981 — 10. gr. — 14. gr. — 23. gr. — 24. gr  

Land — Lóðir — Ófyrnanleg fasteign — Söluhagnaður ófyrnanlegrar fasteignar — Ákvörðun söluhagnaðar — Stofnverð — Fasteignamatsverð — Eignfærsla — Útreikningur söluhagnaðar — Makaskipti — Byggingarlóðir — Áætlun tekna — Sönnun

I.

Málavextir eru þeir að kærandi taldi fram til skatts í framtalsfresti fyrir álagningu opinberra gjalda gjaldárið 1984. Áður en til álagningarinnar kom reit skattstjóri kæranda bréf dags. 24. apríl 1984 þar sem hann krafði kæranda um tilgreindar skýringar og gögn varðandi skattframtöl hans árin 1982, 1983 og 1984. Var krafan um gagna- og skýringarframlagningu svohljóðandi:

„1. Afrit af kaupsamningi vegna sölu lands við G. til Borgarsjóðs Reykjavíkur 14/10 1981.

2. Útreikning á eignfærslu lóðaúthlutunar kr. 2.329.481.- skv. framtali 1983

3. Innsent yfirlit vegna lóðaúthlutunar sem fylgir framtali 1984 telst alls ófullnægjandi af eftirgreindum ástæðum:

a) Við útreikning á stofnverði lóða ber að miða við framreiknað fasteignamatsverð frá 1. des. 1979, eða framreiknað upphaflegt kostnaðarverð.

b) Við útreikning söluhagnaðar ber að miða við söluverð lóða að frádregnu stofnverði þeirra og sölulaunum eða helmingi söluverðs. Útreikningur söluhagnaðar á að fylgja greinargerð um hverja einstaka lóðasölu og óskast bætt úr því.

c) Í framtalsgögnum 1984 kemur eigi fram hve stór hluti af yðar úthlutun var seldur á árinu 1983 og óskast bætt úr því. Eignfæra ber þann hluta sem eftir er á fasteignamati 1. des. 1983. Ef fasteignamat er óskipt ber að reikna eignfærslu hlutfallslega eftir stærð þeirrar úthlutunar sem eftir er.

Tíu daga frestur var gefinn til andsvara. Var svarfrestur þessi framlengdur að beiðni kæranda. Þann 20. júlí 1984 hafði skattstjóra ekki borist svar og tilkynnti hann þá kæranda um áætlaðar viðbótartekjur að fjárhæð 1.750.000 kr. auk 25% álags 437.500 kr. Þannig breytt var framtalið lagt til grundvallar álagningu gjalda gjaldárið 1984. Af hálfu kæranda var álagningin kærð til skattstjóra með kæru dags. 10. ágúst 1984 og þess krafist að tekjuviðbót skattstjóra yrði felld niður. Er áðurgreindu fyrirspurnarbréfi skattstjóra svarað með eftirgreindum hætti í kærunni til stuðnings kröfunni:

„Hjálagt fylgir bréf frá Fasteignamati ríkisins varðandi land það sem selt var 1981, en á þeim upphæðum sem þar eru greindar (þ.e. fm. 31.12.1979) byggist sá útreikningur, sem hér fer á eftir. Þá fylgir enn fremur ljósrit af kaupsamningi við Borgarsjóð Reykjavíkur, dags. 14. október 1981.

Eignahluti framteljanda í landi því, sem hér um ræðir var 1/3, en landið eignaðist hann fyrir arftöku.

Ef litið er á meðfylgjandi kaupsamning, kemur í ljós að skipta má sölu í tvo hluta:

  1. 10 ha. lands, sem selt var á fasteignamati og greitt. (Grein 2.01).

  2. 18,7 ha. lands, sem seldir voru á sama hátt, en greiddir með úthlutun byggingalóða á árunum 1982 — 1984. (Grein 2.02).

1. Sala lands skv. grein 2.01 í kaupsamningi.

Söluverð 10 ha. lands skv. þessari grein var ákveðið jafnt fasteignamati 1. des. 1981. Söluverð varð kr. 1.514.000,- og hluti framteljanda 1/3 eða kr. 504.667,-.Framreiknað stofnverð á söludegi var kr. 508.917,-, sem sundurliðast þannig:

Heildarfasteignamat alls lands 31.12.1979

Kr.

1.842.856,-

Fasteignamat 10 ha. skv. gr. 2.01 í kaupsamn.

Kr.

642.111,-

Fasteignamat 18,7 ha. skv. gr. 2.02 í kaupsamn.

Kr.

1.200.745,-

Stofnverð selds hluta 1/3 af kr. 642.111,- =

Kr.

214.037,-

Endurmat 1980 (54.91)

117.527,-

Kr.

331.564,-

Endurmat 1981 (53.49)

177.353,-

Framreiknað stofnverð á söludegi

Kr.

508.917,-

Ekki er því um að ræða söluhagnað skv. þessum lið kaupsamnings. 2. Sala lands skv. grein 2.02 í kaupsamningi.

Ljóst er að endanlegt söluverð lands, skv. þessari grein liggur ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi í lok árs 1984. Hér er því ekki um annað að ræða en að ákvarða stofnverð í hendi seljanda. Við það bætast þau gatnagerðargjöld, sem honum hefur borið að greiða á hverjum tfma skv. ákvæðum greinar 2.02.b í kaupsamningi, en til lækkunar á stofnverði kemur andvirði seldra lóða. Útreikningur þessi ætti að vera sem hér segir:

Stofnverð selds hluta 1/3 af kr. 1.200.745,- = Kr. 400.248,-

Endurmat 1980 (54.91) _ 219.776,-

31.12.1980

Kr.

620.024,-

Endurmat 1981 (53.49)

331.650,-

31.12.1981

Kr.

951.674,-

Endurmat 1982 (53.78)

511.810,-

Greidd gatnagerðargjöld 1982

713.064,-

31.12.1982

Kr.

2.176.548,-

Endurmat 1983 (71.67)

1.559.931,-

Greidd gatnagerðargjöld 1983

1.041.940,-

Kr.

4.778.419,-

Seldar lóðir 1983 Kr. 3.576.668,-

— sölulaun —

55.150,-

Kr.

3.521.518,-

31.12.1983

Kr.

1.256.901,

II.

Þann 20. desember 1984 tók skattstjóri til úrlausnar kæru kæranda. Féllst hann ekki á framkomna kröfu en hækkaði áður gerða áætlaða teknaviðbót. Eru forsendur skattstjóra svohljóðandi:

„1. Það er mat skattstjóra með vísan til ákvæða 24. gr. og 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, að uppgjör söluhagnaðar/- taps v/sölu lands til Reykjavíkurborgar skv. kaupsamningi dags. 14. okt. 1981 skuli fara fram á því ári, sem úthlutaðar lóðir, sbr. nefndan kaupsamning, eru seldar og beri að gera uppgjör gagnvart hverri einstakri sölu fyrir sig. Í slíku uppgjöri ákvarðist stofnverð hverrar seldrar úthlutaðrar lóðar þannig, að framreiknað stofnverð þess lands, sem selt var þ. 14. okt. 1981, gegn úthlutun lóða þ.e. kr. 951.674, en sú úthlutun var með tvenns konar móti sbr. tl. 02 og 03 í nefndum kaupsamningi, sé skipt á hverja úthlutaða lóð og til viðbótar komi sá kostnaður, er fellur á hverja lóð fyrir sig þar til hún er seld að teknu tilliti til endurmatshækkunar til og með söluárs. Skattskyldur söluhagnaður/-tap v/sölu lóða ákvarðast síðan sem mismunur söluverðs og þannig framreiknaðs stofnverðs, að teknu tilliti til ákvæða 1. mgr. 23. gr. nefndra laga, eða sem helmingur söluverðs á söluári sé það lægra sbr. 3. mgr. 14. gr. sömu laga. Í þessu sambandi skal tekið fram, að skattstjóri getur ekki fallist á það sjónarmið, er fram kemur í lið 2 „Sala lands skv. grein 2.02 í kaupsamningi í svari dags. 10. ágúst s.l., sem jafnframt er kæra, en þar vantar annars vegar, að tekið sé tillit til úthlutunar lóða skv. tölulið 03 í kaupsamningi, og hins vegar því, að um endanlegt uppgjör geti ekki verið að ræða, fyrr en endanlegt söluverð lands skv. grein 2.02 í kaupsamningi liggi fyrir sem ekki verði fyrr en í fyrsta lagi í lok árs 1984.

2. Í framtalsgögn 1984 og fyrr vantar upplýsingar um úthlutaðar lóðir, hvenær þeim var úthlutað, hvað sé óselt af úthlutuðum lóðum og hvernig greidd gatnagerðagjöld á árunum 1982 og 1983 skiptast á hverja einstaka lóð.

3. Með vísan til athugasemda í liðum 1. og 2. hér á undan telst framkomið svar við bréfi skattstjóra dags. 24. apríl s.l. m.t.t. tl. 3 ófullnægjandi og er kröfu kæranda því synjað.

4. Eftir atvikum þykir mega lækka áætlun skattstjóra, sem tilkynnt var með bréfi skattstjóra dags. 20. júlí s.l., úr alls kr. 2.187.500 í alls kr. 950.000 á grundvelli fyrirliggjandi gagna og að teknu tilliti til athugasemda hér á undan, sbr. jafnframt ákvæði 96. gr. nefndra laga, vegna meints vanframtalins söluhagnaðar af lóðasölu á árinu 1983. Þá tilkynnist, að stofn til álagningar sjúkratryggingagjalds og útsvars lækkar auk þess um kr. 1.750.000 þar sem komið hefur í ljós, að stofn var ofskráður um þessa fjárhæð.

III.

Með bréfi dags. 28. desember 1984 hefur kæruúrskurði skattstjóra verið skotið til ríkisskattanefndar og gerðar sömu kröfur með sömu rökum og hafðar voru uppi við meðferð málsins hjá skattstjóra.

IV.

Með bréfi dags. 19. júlí 1985 gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans, enda hafa ekki komið fram nein þau gögn eða málsástæður varðandi kæruefnið sem gefa tilefni til breytinga á ákvörðun skattstjóra.

V.

Kærandi lét af hendi við Reykjavíkurborg á árinu 1981 hluta eignahluta síns í óskiptri landsspildu sunnan G. gegn því að fá þriðjungshlutdeild í byggingarlóðum undir 75 íbúðir í sambýlishúsum og raðhúsum á ýmsum stöðum í borginni. Þá fékk kærandi lóð undir eitt einbýlishús. Ætla má eðli málsins samkvæmt að byggingarlóðir þessar hafi verið mismunandi verðmætar. Svo sem háttar í máli þessu þykir verða að telja að stofnverð þeirra lóða, sem kærandi fékk í sinn hlut, hafi í heild numið sömu fjárhæð og nam stofnverði landsspildu þeirrar sem hann lét af hendi. Í uppgjöri í kærunni til skattstjóra er stofnverði eigi skipt á einstakar lóðir. Þegar litið er til þess hvers konar lóðir seldar hafa verið á árinu 1983 og annarra atvika málsins, þykja, þrátt fyrir þennan annmarka á málflutningi kæranda, hvorki skattstjóri né ríkisskattstjóri hafa sýnt fram á að um hafi verið að ræða skattskyldan söluhagnað vegna sölu kæranda á lóðum. Er því hin kærða teknaviðbót skattstjóra felld niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja