Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 188/1988

Söluskattur 1985

Lög nr. 10/1960 — 21. gr. 2. mgr. 1. tl. — 25. gr. — 26. gr.  

Skattsektir — Skattrannsókn — Skattrannsóknarstjóri — Söluskattur — Söluskattsálag — Gjaldþrot

Með bréfi, dags. 29. maí 1987, hefur skattrannsóknarstjóri sent ríkisskattanefnd til sektarmeðferðar mál X h.f. Er um að ræða ætluð brot nefnds félags á söluskattslögum með þeim hætti að vanframtalið sölugjald ársins 1985 nemi samtals 113.325 kr. samkvæmt endurákvörðun ríkisskattstjóra dags. 8. júlí 1986.

Upplýst hefur verið í máli þessu að félagið hefur verið tekið til gjaldþrotameðferðar hjá skiptaráðandanum í Reykjavík. Að því virtu og svo sem mál þetta liggur fyrir þykja ekki efni til að gera félaginu frekari viðurlög vegna hinna ætluðu brota á söluskattslögum, en ríkisskattstjóri beitti álagi við endurákvörðun sína samkvæmt heimild í 1. tl. 2. mgr. 21. gr. söluskattslaga.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja