Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 345/1985

Gjaldár 1984

Lög nr. 75/1981, 7. gr. A-liður 1. tl. 2. mgr., 59. gr. 1. mgr.  

Reiknað endurgjald — Atvinnurekstur — Landbúnaður — Ellilífeyrisþegi — Örorkulífeyrisþegi — Ákvörðun skattstjóra á reiknuðu endurgjaldi — Reiknað endurgjald, takmörkun fjárhæðar

„Með bréfi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis eru reiknuð laun lækkuð úr 36.000 kr. í 3.260 kr. Með bréfi dags. 20. ágúst sl. mótmælum við breytingu þessari. Mótmælum okkar synjar skattstjórinn með úrskurði dags. 16. nóv. 1984.

Við viljum fyrir hönd Y., fara þess á leit við háttvirta ríkisskattanefnd að hún hækki reiknuð laun hans aftur úr 3.260 kr. í 36.000 kr.

Máli okkar til stuðnings tökum við fram:

Við gerð skattframtals 1984 reiknaði Y sér laun með tilliti til bústærðar og annarra launatekna, sbr. ákvæði skattalaga.

Það er skoðun okkar að þær takmarkanir á reiknuðum launum elli- og örorkulífeyrisþega sem um getur í 59. gr. skattalaga eigi aðeins við skattstjóra, en hindri ekki framteljanda í að reikna sér eðlileg laun.

Þá ber þess að gæta að Y. fær engar slíkar greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins.“

Með bréfi, dags. 6. júní 1985, fellst ríkisskattstjóri á kröfur kæranda.

Hinn kærða breyting skattstjóra styðst ekki við lagaákvæði og er því fallist á kröfur kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja