Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 602/1984

Gjaldár 1983

Lög nr. 73/1980, 23. gr., 27. gr.   Lög nr. 75/1981, 11. gr., 12. gr., 14. gr., 16. gr., 66. gr., 106. gr.  

Söluhagnaður fyrnanlegra eigna — Söluhagnaður ófyrnanlegra eigna — Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis — Ákvörðun söluhagnaðar — Stofnverð — Söluhagnaður færður til lækkunar á stofnverði eigna — Ófyrnanleg náttúruauðæfi — Bújörð — Land bújarða — Náttúruauðæfi á bújörðum — Búrekstrarlok — Fasteignamat — Hlunnindi — íbúðarhúsnæði — Álag — Vanframtaldar tekjur — ívilnun — Frávísun — Valdsvið ríkisskattanefndar

1. Kærð er sú ákvörðun skattstjóra að beita 25% álagi á gjaldstofna vegna síðbúinna framtalsskila. Er þess krafist að sú ákvörðun verði felld úr gildi af ástæðum sem tilgreindar í kærunni til ríkisskattanefndar.

2. Kærð er sú breyting skattstjóra á skattframtali 1983 að færa eiginmanni til tekna óframtaldar afurðir hjá K.S. að fjárhæð kr. 7.864 og afurðir sonar kærenda, M. að fjárhæð kr. 6.336. Hefur skattstjóri byggt þá breytingu á innsendum afurða- og innstæðumiðum 1983 frá Sláturfélagi Suðurlands. Af hálfu kærenda hefur þessum breytingum skattstjóra verið mótmælt og fullyrt að framangreindir aðilar hafi aldrei aflað þeirra tekna sem hér um ræðir.

3. Kærð er sú ákvörðun skattstjóra að færa kærendum til tekna söluhagnað af sölu jarðarinnar E. í H.hreppi. Þessari ákvörðun skattstjóra er harðlega mótmælt og þess krafist að við meðferð söluhagnaðarins verði farið m.a. eftir 14. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eftir því sem við á, en kærendur brugðu búi á árinu 1982. Er nánari grein gerð fyrir kröfum um meðferð söluhagnaðarins í kærum til ríkisskattnefndar og vitnað til framtalsgagna.

4. Farið er fram á lækkun tekjuskattsstofns vegna veikinda eiginmanns á árinu 1983 og í því sambandi vitnað í 1. tl. 66. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

Með bréfi dags. 7. febrúar 1984 gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Fallist er á að ekki verði beitt 25% álagi á gjaldstofna kæranda að þessu sinni.

Fyrir liggja upplýsingar um tekjur kæranda og sonar hans frá K.S. og ber því að skattleggja þær. Umboðsmaður kæranda hefur ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um að kærandi hafi ekki aflað téðra tekna.

Hvað varðar skattlagningu söluhagnaðar er á það bent að tilvísun umboðsmanns kæranda í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 75/1981 á ekki við hvað varðar sölu á íbúðarhúsnæði og eignum er heimilt er að fyrna.

Uppgjör á söluhagnaði í tilviki kæranda verður því ekki gert með þeim hætti er umboðsmaður kæranda krefst.

Ríkisskattstjóra þykir rétt að umboðsmanni kæranda verði gefinn kostur á að koma fram með nákvæmari sundurliðun á útreikningi söluhagnaðarins.

Að svo stöddu gerir ríkisskattstjóri kröfu um að þessum þætti kærunnar verði vísað frá ríkisskattanefnd.“

Með bréfi ríkisskattanefndar dags. 10. apríl 1984 var kærendum gefinn kostur á að tjá sig um þau atriði í kröfugerð ríkisskattstjóra sem þeir teldu ástæðu til. Af þeirra hálfu var það gert með bréfum, dags. 24. og 25. apríl 1984.

Um 1.: Í hinum kærðu úrskurðum tók skattstjóri ekki til rökstuddrar úrlausnar þá kröfu kærenda sem fram kom í kæru af þeirra hálfu dags. 3. nóvember 1983, að ekki yrði beitt álagi á gjaldstofna þrátt fyrir síðbúin framtalsskil af ástæðum er þar greinir. Að því virtu og með vísan til þeirra ástæðna fyrir síðbúnum framtalsskilum, sem lýst er í málsgögnum, er fallist á kröfur kærenda um niðurfellingu þess álags, er skattstjóri beitti við ákvörðun skattstofna.

Um 2.: Þrátt fyrir framkomin mótmæli af hálfu kærenda þykir ekki annað fært eins og hér stendur á en að leggja til grundvallar upplýsingar um umræddar tekjur sem fram koma á nefndum gögnum og út hafa verið gefin af K.S. og Sláturfélagi Suðurlands. Að svo vöxnu verður ekki fallist á kröfur þær sem raktar eru undir þessum kærulið hér að framan.

Um 3.: Við ákvörðun söluhagnaðar þess, sem um ræðir í máli þessu og meðferð hans fer eftir ákvæðum 11., 12. og 14. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Verða niðurstöður í því sambandi sem hér greinir, en tekið skal fram að eigi liggur fyrir í málinu hvort um sölukostnað hafi verið að ræða, svo og að skattstjóri hefur ekki tekið til tekna skattfrjálsan söluhagnað af íbúðarhúsi kærenda á nefndri jörð:

Fasteignamat í árslok 1979/Stofnverð:

Land................................. gkr. 1.019.000

Hlunnindi .......................... gkr. 32.000

gkr. 1.051.000 = nýkr.10.510 x 3.654 = nýkr. 38.404

Hlutdeild í söluverði 7. nóvember 1982.................................................... nýkr. (79.832)

Söluhagnaður færist til lækkunar á stofnv. íbúðarhúss .............................nýkr. 41.428

Ræktað land og útihús.

Hlutdeild í söluverði 7. nóvember 1982 ........................................................... nýkr. 460.084

Bókfært verð við sölu........................................................................................ nýkr. (229.406)

Söluhagnaður skattskyldur ............................................................................... nýkr. 230.678

Íbúðarhús.

Hlutdeildísöluverði7. nóvember 1982............................................................... nýkr. 460.084

Fagm. í árslok '79 gkr. 5.979.000 nýkr. 59.790 x 3,654 .................................. nýkr. 218.473

Skattfrjáls söluhagnaður ................................................................................... nýkr. 241.611

Um 4.: Ríkisskattanefnd fjallar eigi um umsóknir sem kunna að berast um lækkun tekjuskattsstofns og útsvars samkvæmt ákvæðum 66. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og 23. gr. og 27. gr. laga nr. 73/1980, um tekjustofna sveitarfélaga. Ber að snúa sér til skattstjóra og ríkisskattstjóra og eftir atvikum viðkomandi sveitarstjórnar að því er þetta varðar. Er þessu kæruatriði vísað frá ríkisskattanefnd.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja