Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 131/1982

Gjaldár 1980

Lög nr. 67/1971, 36. gr.   Lög nr. 14/1965   Lög nr. 75/1981, 3. tl. A-liðs 7. gr.  

Ritstörf — Rithöfundur — Atvinnurekstur — Sjálfstæð starfsemi — Launaskattur — Slysatryggingariðgjald — Ritlaun — Atvinnurekendagjöld — Höfundarlaun

Kærð er álagning launaskatts og slysatryggingariðgjalds á ritlaun gjaldárið 1980. Með bréfi dags, 8. febrúar 1982 gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur: „Fallist er á kröfur kæranda.

Laun þau, sem um er að ræða eru laun skv. 3. tl. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981 og leggjast því ekki launatengd gjöld á slíkt.“

Þegar virt er umfang ritstarfa kæranda þykja þau eigi hafa verið þess eðlis að þau falli undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í skilningi laga nr. 14/1965 um launaskatt eða laga nr. 67/1971 um almannatryggingar, með síðari breytingum. Eru því hin kærðu gjöld felld niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja