Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 284/1982

Gjaldár 1981

Lög nr. 75/1981, 1. tl. 1. mgr. 31. gr.  

Rekstrarkostnaður — Bústofnsskerðing — Hjónaskilnaður — Búskipti — Landbúnaður — Bústofn

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1981 og er í kæru gerð svofelld grein fyrir kröfum:

„Málsatvik voru þau að ofanritaður skilur við eiginkonu sína á árinu 1979 og telur einn fram á skattframtali 1980 og eru þar eignfærðir 4 hestar hjá honum sem hann á árinu 1980 afhendir þessari fyrrverandi eiginkonu sinni. Af þessu leiðir að bústofnsskerðing verður hjá honum að upphæð 690 500 kr. — sem gjaldfærð er í landbúnaðarskýrslu fyrir árið 1980. Á þetta gat skattstjóri ekki fallist og því vísum við málinu til yðar háttvirt ríkisskattanefnd til úrskurðar.“

Með bréfi dags. 31. mars 1982 gerir ríkisskattstjóri þær kröfur að úrskurður skattstjóra verði staðfestur, þar sem eigi sé fallist á að endurgjaldslaus afhending á hrossum í fjárskiptum hjóna geti talist bústofnsskerðing.

Kröfur kæranda eru ekki teknar til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja