Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 68/1981

Gjaldár 1979

Lög nr. 112/1978  

Sérstakur eignarskattur — Notkun húsnæðis — Skattskylda — Hraðfrystiiðnaður

Kærð er álagning sérstaks skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði gjaldárið 1979 og þess krafist að skatturinn verði felldur niður.

Ríkisskattstjóri hefur í bréfi dags. 22. janúar 1981 gert svofelldar kröfur í máli þessu: „Með því að enn er óskýrt ósamræmi milli upplýsinga kæranda og fasteignamatsskrár er gerð sú krafa að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.“

Kærandi var fiskvinnslufyrirtæki. Af skattframtali kæranda árið 1979 og fylgigögnum þess verður ekki ráðið að hann hafi haft með höndum þá starfsemi í árslok 1978 sem felli notkun fasteigna hans undir lög nr. 112/1978 um sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Er krafa kæranda tekin til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja