Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 786/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 75/1981, 2. tl. A-liðs 7. gr., 3. mgr. 30. gr., 100. gr.  

Skattskyldar tekjur — Framlagsfé — Ferðastyrkur — Kærufrestur — Óviðráðanleg atvik — Sönnun — Frádráttur — Frádráttarheimild

Af hálfu kæranda er þess krafist að tilfærður frádráttur vegna náms og ritstarfa erlendis verði heimilaður til frádráttar. Þá er þess krafist að ferðastyrkur frá ríkissjóði að fjárhæð 270.000 kr. verði ekki talinn til tekna.

Af hálfu ríkisskattstjóra er þess krafist með bréfi dags. 2. júlí 1981 að kærunni verði vísað frá þar eð hún virðist of seint fram komin.

Í kæru til ríkisskattanefndar kemur fram að dregist hafi að kæra úrskurð skattstjóra vegna veikinda umboðsmanns kæranda. Með vísan til þessa þykir mega taka kæruna til efnismeðferðar.

Í gögnum málsins er að finna upplýsingar um greiðslur úr ríkissjóði til kæranda. Þar kemur fram að kærandi hefur fengið m. a. 1 075 286 kr. sem nefnt er „framlagsfé“. Með vísan til 3. málsgr. 30. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, þykir kæranda bera til frádráttar kostnað er nemi jafnhárri fjárhæð og nefndu framlagsfé, enda þykir hann hafa gert þá grein fyrir kröfu sinni að kostnaður hans hafi a. m. k, numið þeirri fjárhæð.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja