Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 795/1981

Gjaldár 1980

Barnabætur - Barn

Kærendur fara fram á, að þeim verði veittar barnabætur með tveim börnum þeirra, þeim A, f. 16. júlí 1963, og B, f. 27. ágúst 1964.

Með því að A varð 16 ára á tekjuárinu 1979 er hafnað kröfu kærenda um barnabætur hans vegna, sbr. ákv. 1. mgr. 69. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt. Hins vegar ber kærendum barnabætur vegna B.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja