Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 853/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 75/1981, 53. gr.  

Verðbreytingarfærsla — Geymslufé — Lögmaður — Rekstrarskuldir — Lögskýring — Fjárvarsla

Málavextir eru þeir, að með bréfi dags. 29. janúar 1981 tilkynnti skattstjóri kæranda að ekki hefði í skattframtali hans árið 1980 verið færð upp verðbreyting skv. 53. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Væri fyrirhugað að reikna kæranda tekjufærslu vegna verðbreytingar að fjárhæð 695 575 kr. auk viðurlaga. Kærandi, sem rak lögmannsstofu, mótmælti ráðgerðri breytingu skattstjóra. Viðskiptamannastaða sú að fjárhæð 1 528 400 kr. sem getið væri á viðskiptamannareikningi geti ekki verið stofn til tekjufærslu. Um væri að ræða geymslufé fyrir viðskiptamenn og óuppgerðar innheimtur þar sem málum væri ólokið. Væri því ekki um að ræða skuldir sem stofnað væri til vegna rekstrarins.

Með bréfi dags. 2, apríl 1981 tilkynnti skattstjóri kæranda að skattframtal hans árið

1980 hefði verið tekið til endurálagningar og því breytt til þess horfs sem boðað hefði verið í bréfi dags. 29. janúar 1981, en eigi beitt viðurlögum. Þessi endurákvörðun var af hálfu kæranda kærð með bréfi dags. 8. apríl 1981. Með úrskurði dags. 30. apríl 1981 hafnaði skattstjóri kröfu kæranda. Fram hefði komið í svari kæranda, dags. 8. febrúar 1981, að hinar tilteknu skuldir væru til orðnar vegna atvinnustarfsemi hans.

Úrskurði skattstjóra hefur kærandi skotið til ríkisskattanefndar með kæru dags. 22. maí

1981 og vísar til rökstuðnings og skýringa í bréfum til skattstjóra.

Með bréfi dags. 17. ágúst 1981 hefur ríkisskattstjóri krafist þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Úrskurð skattstjóra þykir bera að staðfesta með vísan til fortakslausra ákvæða 53. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja