Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 926/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 75/1981, 38. gr., 44. gr., 53. gr., 100. gr.  

Verðbreytingarfærsla — Sérstök fyrning — Yfirfæranlegt rekstrartap — Fyrning — Leiðrétting ríkisskattanefndar

Kærður er til niðurfellingar álagður tekjuskattur 1980.

Þess er krafist að fyrning á móti verðbreytingarfærslu verði hækkuð.

Af hálfu ríkisskattstjóra er með bréfi dags. 25. nóvember 1981 gerð svofelld krafa: „Fallist er á að kæranda heimilist umkrafin fyrning að því marki þó sem 44. gr. áskilur að því er töp varðar.“

Samkvæmt gögnum málsins er yfirfæranlegt tap frá fyrri árum 8 279 195 kr. í tilfelli kæranda, sbr. lokamálsgr. 44. gr. laga nr. 40/1978, er fyrning á móti verðbreytingarfærslu óheimil. Við athugun á ársreikningi kæranda 1979, er fylgdi skattframtali 1980, kemur í ljós að fyrning af iðnaðarhúsnæði er of há þar eð eigi er heimilt að fyrna leigulóð. Fyrning verður 4% af 154 529 000 kr. Fyrningar færðar á rekstursreikning verða samkvæmt framansögðu 8 148 271 kr. í stað 13 032 043 kr. Skattskyldar tekjur 1979, sem ganga á móti yfirfæranlegu tapi, verða því 6 856 174 kr. Samkvæmt þessu verður yfirfæranlegt tap til næsta árs 8 279 195 kr. - 6 856 174 kr. eða 1 423 021 kr. Þá er stofn til eignarskatts leiðréttur og verður 98 559 934 kr.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja