Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 941/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 75/1981, 26. gr., ákvæði til bráðabirgða IX   Lög nr. 68/1971, 11. mgr. E-liðs 7. gr.  

Frestun skattlagningar söluhagnaðar — Tekjufærsla söluhagnaðar — Verðbreytingarstuðull — Framreikningur söluhagnaðar

Kærð er sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda árið 1980 að færa honum til tekna sem skattskyldan söluhagnað 59 948 153 kr. Söluhagnaður að fjárhæð 27 807 845 kr. féll til á árinu 1977 og neytti kærandi heimildar 11. mgr. E-liðs 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/ 1971, um tekjuskatt og eignarskatt, til frestunar skattlagningu hans um tvenn áramót. Söluhagnaðinn færði skattstjóri til tekna framreiknaðan með verðbreytingarstuðli 2,1558 og vísaði hann í því sambandi til ákvæðis til bráðabirgða IX í lögum nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Mótmælti kærandi því að svo beri að skilja ákvæði þetta og krefst hann þess að hinn frestaði söluhagnaður verði færður honum til tekna á skattframtali 1980 án.hækkunar vegna verðbreytingar. Aðrar kröfur eru ekki hafðar uppi í kærunni til ríkisskattanefndar.

Með bréfi dags. 7. desember 1981 féllst ríkisskattstjóri á kröfur kæranda.

Fallist er á kröfur kæranda

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja