Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1213/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 16. gr. 2. mgr.  

Námsfrádráttur

Kærð var sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda árið 1978 að fella niður tilfærðan frádrátt kr. 322.000 vegna námsdvalar í Japan á þeim forsendum, að ekki lægi fyrir staðfesting á því, að um framhaldsmenntun væri að ræða, þar eð ekki yrði séð af fyrri skattframtölum, hvaða nám kærandi hefði stundað.

Af hálfu kæranda var þess krafist, að tilfærður frádráttur vegna námsdvalar þessarar yrði að fullu tekinn til greina. Kærandi lýsti námsferli sínum svo, að hann hefði stundað nám í leiklistarfræðum við japanskan háskóla árin 1969-1972, og síðan hafið nám í sömu fræðum við Háskóla í Englandi 1972 og lokið þaðan BA-prófi árið 1975. Hinn umdeildi kostnaður væri vegna þriggja mánaða námsdvalar í Japan á árinu 1977 vegna námskeiðs í japönskum leiklistarfræðum. Væri 70% kostnaðar vegna námsdvalar þessarar færður til frádráttar sem námskostnaður.

Ríkisskattanefnd féllst á kröfur kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja