Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 49/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 35. gr.  

Ófullnægjandi skattframtal - Fylgigögn vantar

Málsatvik voru þau, að kæru til ríkisskattanefndar fylgdi skattframtal kæranda árið 1978 og þess var farið á leit, að það yrði lagt til grundvallar álagningu í stað áætlunar.

Ríkisskattstjóri krafðist þess, að kærunni yrði vísað frá ríkisskattanefnd. Því til rökstuðnings benti ríkisskattstjóri á, að í innsendu skattframtali kæmi fram frádráttarliðurinn „tap skv. rekstrarreikningi“ kr. 885.683, en enginn rekstrarreikningur fylgdi þó skattframtalinu. Einnig kæmi fram, frádráttarliðurinn „Verðstuðulsfyrning“ kr. 200.956, en engin fyrningarskýrsla fylgdi skattframtalinu. Þá hefði kærandi fært í skuldahlið skattframtalsins kr. 2.578.568 samkvæmt efnahagsreikningi, er ekki hefði fylgt. Ýmsar aðrar athugasemdir gerði ríkisskattstjóri við skattframtalið.

Ríkisskattanefnd taldi, að skattframtal kæranda væri ófullnægjandi að því leyti, að framtalsgögn vantaði fyrir veigamiklum þætti skattframtalsins. Væri málið því vanreifað af hálfu kæranda og bæri að vísa því frá.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja