Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 998/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 38. gr.  

Endurupptaka skattframtals

Kærð var sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda gjaldárið 1978 að færa til tekna mismun á kaupverði og söluverði bifreiðar, kr. 250.000. Umboðsmaður kæranda byggði kröfu sína á því, að upplýsingar um söluverð bifreiðarinnar hefðu legið fyrir í skattframtali kæranda. Hefði skattstjóri átt að taka tillit til þess við frumálagningu. Breyting síðar væri ólögmæt og bæri að ógilda hana.

Af hálfu ríkisskattstjóra var krafist staðfestingar á úrskurði skattstjóra.

Ríkisskattanefnd komst að svofelldri niðurstöðu í málinu:

„Kæranda bar að færa til tekna á framtal sitt mismun söluverðs og kaupverðs bifreiðar sbr. 2. mgr. E-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Breyting skattstjóra er gerð með stoð í 38. gr. fyrrnefndra laga og ber því að staðfesta úrskurð hans.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja