Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 981/1979

Gjaldár 1977

Lög nr. 22/1956  

Gjaldársgjöld - Vextir

Kærandi fluttist af landi brott 15. október 1977 og voru álögð gjöld, gjaldárið 1978, ákvörðuð með vísan í lög nr. 22/1956 og dvalartími kæranda hér á landi árið 1977 lagður til grundvallar.

Kærandi taldi álagningu þessa ekki rétta og gerði kröfu um eftirtaldar breytingar:

1. Skipting á vaxtafrádrætti með hliðsjón af dvalartíma væri röng. Vextir hefðu allir gjaldfallið fyrir brottför hans úr landi og bæri honum því óskertur vaxtafrádráttur.

2. Að brottfarardagur yrði miðaður við 1. desember 1977. Kærandi kvaðst hafa átt inni 1 1/2 mán. orlof, sem hann hefði fengið greitt við brottför. Hefði hann notað 1 1/2 mánuð erlendis til aðsetursskipta og undirbúnings undir nýtt starf. Jafnframt krafðist kærandi þess að barnabætur yrðu leiðréttar.

Ríkisskattstjóri krafðist þess í málinu, að kærunni yrði vísað frá sökum vanreifunar. Engin gögn fyrir greiðslu vaxta eða gjalddaga lægju fyrir og ekkert það, er styddi kröfu kæranda um breyttan brottfarartíma, en samkvæmt Þjóðskrá hefði kærandi farið úr landi 15/10 1977.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:

„1. Með hliðsjón af gögnum málsins, eins og þau liggja fyrir, eru ekki efni til að skipta vöxtum með tilliti til dvalartíma og er krafa kæranda tekin til greina.

2. Skattstjóri lagði á kæranda í samræmi við lög nr. 22/1956 og er ekki efni til að breyta því. Hinsvegar þykir með tilliti til þess sem fram kemur í kæru mega miða brottfarardag við 25. október.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja