Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 532/1978

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 10. gr. C-liður  

Eftirgjöf skuldar

Málavextir voru þeir, að skattstjóri færði kæranda til tekna skuld, sem fyrirtæki nokkurt hafði gefið kæranda eftir, að upphæð kr. 558.2 29,-. Kærandi mótmælti því að fyrrgreind upphæð yrði talin sér til tekna. Kvað hann skuldina myndaða vegna vörukaupa hans við fyrirtækið á árunum 1934-1967 og hafi hann alltaf reiknað skuldina sem afslátt á áratuga viðskiptum sínum við fyrirtækið. Hafi hann því aldrei talið hana til skuldar eða frádráttar og raunar einnig talið hana löngu fyrnda. Af hálfu ríkisskattstjóra var krafist staðfestingar á úrskurði skattstjóra. Var bent á, að kærandi væri einn aðaleigandi hlutafélags þess, sem skuldina hafði gefið eftir. Kærandi gæti því ráðið því í samráði við aðra hluthafa, sem eins væri ástatt um, hvort hann greiddi skuldina eða ekki.

Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra og taldi eftirgjöf skuldarinnar skattskylda með vísan til niðurlagsákvæðis C-liðs 10. gr. laga nr. 68/1971 og eðlis máls.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja