Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 764/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 10. gr. G-liður  

Fæðisstyrkur

Málavextir voru þeir, að kærandi vann hjá Hitaveitu Selfoss skv. kjarasamningi Málm- og skipasmíðasambands Íslands. Fór hann fram á að fá til frádráttar kr. 31.190,- sem væri fæðis- og ferðagjald og innifalið í uppgefnum launum. Skattstjóri hafnaði þessum tilmælum og áfrýjaði kærandi þá til ríkisskattanefndar.

Af hálfu ríkisskattstjóra var gefin svofelld umsögn um málið:

„Skv. skattmati skal launþegi, sem fengið hefur fæðisstyrk í stað hluta fæðis, telja til tekna þann hluta fæðisstyrksins sem er umfram 280 kr. á dag. Skv. upplýsingum vinnuveitanda kæranda hefur hann starfað 39 vikur hjá honum á árinu 1975. Ef gert er ráð fyrir 5 daga vinnuviku er sá hluti fæðispeninga, sem ekki komi til skattlagningar kr. 54.600,-. Tilgreind upphæð er innan þeirra marka. Skv. upplýsingum er fyrir liggja er hin umkrafða frádráttarupphæð samsett af fæðis- og ferðapeningum. Ekki verður á það fallist, að ferðapeningar lúti þeirri reglu er áður er nefnd varðandi fæðispeninga og verður því að gera þá kröfu, að aflað verði upplýsinga um skiptingu í þessa tvo flokka. Fáist fullnægjandi upplýsingar, er fallist á, að sá hlutinn, sem telst fæðispeningar, verði ekki talinn til skattskyldra tekna. Að öðrum kosti er krafist staðfestingar á úrskurði skattstjóra.“

Kæranda var gefinn kostur á að gera grein fyrir umræddri skiptingu, en sinnti því ekki. Krafðist ríkisskattstjóri þá, að kærunni yrði vísað frá sakir vanreifunar.

Í úrskurði ríkisskattanefndar er þess fyrst getið, að G-liður 10. gr. hafi komið í tekjuskattslögin með lögum nr. 30/1971. Síðan segir í úrskurði ríkisskattanefndar:

„Samkvæmt ljósriti af vottorði Hitaveitu Selfoss, dags. 18.8. 1976, er upplýst, að kærandi vann á hennar vegum samkvæmt kjarasamningum Málm- og skipasmiða og að umrætt fæðis- og ferðagjald kr. 31.190,- hafi verið innifalið í uppgefnum launum á launamiða. Í umræddum kjarasamningum eru ákvæði um greiðslu handa starfsmönnum vegna ferða og fæðis. Með tilliti til fjárhæðar hinnar umdeildu kröfu og málavaxta eins og þeim hefur verið lýst hér að framan þykir mega taka kröfu

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja