Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 189/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 11. gr.  

Viðhaldskostnaður

Kærandi lýsti málavöxtum svo, að íbúðarhús hans hefði verið hlaðið úr holsteini fyrir tuttugu árum. Múrhúðun hússins hafi verið orðin ónýt og húsið farið að leka. Hafi það verið tekið til bragðs að klæða það að utan með plastklæðningu. Taldi kærandi, að um hefði verið að ræða viðhald sem væri að fullu frádráttarbært.

Skattstjóri taldi um að ræða endurbót að hluta í skilningi 25. gr. reglugerðar nr. 245/1963 og úrskurðaði kæranda helming kostnaðarins til frádráttar. Féllst ríkisskattanefnd á það mat.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja