Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 118/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 13. gr. C-liður  

Félagsgjöld atvinnurekenda

Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda gjaldárið 1974 að fella niður af gjaldahlið rekstrarreiknings inntökugjald í meistarafélag iðnaðarmanna kr. 10.000,-.

Af hálfu ríkisskattstjóra voru gerðar svofelldar kröfur og athugasemdir:

„Telja verður umdeildar 10.000,- kr., sem er inntökugjald í meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, stéttarfélagsgjald.

Skv. 13. gr. laga nr. 68/1971 er atvinnurekanda heimilt að draga frá tekjum stéttarfélagsgjald að hámarki 5 o/oo af veltu. Félagsgjöld þessi ber að draga frá tekjum sem rekstrarútgjöld (kafli 7/05.02 í starfsreglum 1974, bls. 39).

Velta kæranda árið 1973 nam 893.756 kr. Er því kæranda ekki heimill frádráttur hærri en 4.468 kr.

Kærandi hefur krafist frádráttar 15.000 kr. til tekjuskatts (10.000 kr. á rekstrarreikningi og 5.000 kr. IV. tl. 5 á framtali) og 10.000 kr. til útsvars.

Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið er gerð sú krafa að synjað verði um frádrátt 10.000 kr., strikaðar út af framtali í frádráttarlið IV tl. 5, 5.000 kr., en til lækkunar tekna á rekstrarreikningi komi hámarksfrádráttur skv. áðurnefndum lagaákvæðum 4.468 kr. og tekjuskattur og útsvar leiðrétt skv. því.“

Ríkisskattanefnd féllst á ofangreindar kröfur og athugasemdir ríkisskattstjóra og voru kr. 4.468,- leyfðar til frádráttar álagningarstofnum tekjuskatts og útsvars.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja