Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 344/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Tilkynning skattstjóra

Kærandi, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækis með umfangsmikinn rekstur, hafði til afnota bifreið, sem var í eigu vinnuveitanda. Skattstjóri mat eigin afnot kæranda af bifreiðinni kr. 280.000,- og hækkaði framtaldar tekjur um þá fjárhæð. Þetta hlunnindamat taldi kærandi allt of hátt og kærði til lækkunar.

Í umsögn sinni vekur Ríkisskattstjóri athygli á því, að í bréfi sínu til kæranda hafi skattstjóri tilkynnt kæranda mat sitt á hlunnindunum en gefið kæranda 7 daga frest til þess að koma að athugasemdum, ef hann hefði eitthvað við þau að athuga. Hafi hann verið búinn að taka afstöðu fyrir fram til málsins og því ekki gætt fullkomlega ákvæða 4. málsl. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 68/1971 við afgreiðslu málsins. Verði hins vegar ekki talið að um formgalla hafi verið að ræða féllst Ríkisskattstjóri á að lækka hlunnindin í kr. 150.000,-.

Ríkisskattanefnd taldi ekki að ónýta bæri úrskurð skattstjóra vegna formgalla, en féllst hins vegar á að lækka mat skattstjóra í kr. 150.000,-, sbr. umsögn ríkisskattstjóra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja