Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 182/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 8/1972, 23. gr.  

Útsvar - Rekstrartap

Umboðsmaður kæranda krafðist þess, að gjaldfært tap á fiskiskipinu m/s E kr. 4.547.000,- á framtali kæranda gjaldárið 1976 væri dregið frá tekjum, áður en útsvarsálagning færi fram og útsvarið leiðrétt í samræmi við það.

Af hálfu ríkisskattstjóra var krafist staðfestingar á úrskurði skattstjóra og vísaði hann í því sambandi til 23. gr. laga nr. 8/1972 og 10. gr. reglugerðar nr. 118/1972.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Umrætt rekstrartap kæranda er ekki frádráttarbært frá öðrum útsvarsskyldum tekjum hans, sbr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 8/1972, sbr. 15. gr. laga nr. 11/1975 og 10. gr. reglugerðar um útsvör nr. 118/1972 og er úrskurður skattstjóra því staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja