Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 461/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 14/1965  

Launaskattur

Kærð var sú ákvörðun skattstjóra að reikna kæranda launaskatt af greiddum fæðispeningum til starfsmanna hans.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Samkvæmt 1. gr. laga um launaskatt skal greiða launaskatt af vinnulaunum og hvers konar atvinnutekjum, þó að undanteknum launum við sjómennsku, landbúnað o.s.frv.

Telja verður, að greiðsla fæðispeninga teljist til atvinnutekna og séu þeir því ótvírætt launaskattsskyldir.

Úrskurður skattstjóra er staðfestur með vísan til 2. mgr. 2. gr. laga nr. 14/1965 að öðru leyti en því að launaskattur hefur verið lagður á bifreiðastyrk og er það nú leiðrétt.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja