Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 33/1974

Gjaldár 1971-1973

Lög nr. 68/1971, 7. gr.  

Eignayfirfærsla

Kærandi fékk íbúð í Reykjavík sem endurgjald fyrir að annast sjúka móður sína í 2½ ár. Skattstjóri færði kæranda til tekna áætlað verðmæti íbúðarinnar eða kr. 900.000,-, sem hann dreifði til skattlagningar á umrædd 2½ ár. Kærandi krafðist að tekjufærsla þessi yrði felld niður, en til vara að verðmæti íbúðarinnar væri miðað við fasteignamatsverð eða kr. 646.750,-.

Ríkisskattanefnd féllst á varakröfu kæranda og var tekjuskattur kæranda lækkaður umrædd ár með tilliti til þess.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja