Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 612/1992

Gjaldár 1990

Lög nr. 75/1981 — 31. gr. 1. tl. 3. mgr.   Lög nr. 91/1989 — 35. gr.   Reglugerð nr. 615/1987 — 2. gr. d. liður  

Gjafir til menningarmála o.fl. — Gjöf — Trúfélag — Kirkjuleg starfsemi — Almenningsheill — Frádráttarheimild — Gjafir til menningarmála o.fl., takmörkun frádráttarfjárhæðar — Aðstöðugjaldsstofn

Í kæru umboðsmanns kæranda til skattstjóra, dags. 25. ágúst 1990, kemur eftirfarandi fram um kæruefnið:

„Við álagningu opinberra gjalda vegna skattársins 1989 á ofangr. aðila hefur tekjuskatts- og útsvarsstofn hans verið ranglega reiknaður.

Kr. 391.625.00, sem er frádráttartala vegna gjafa til líknamála í reit 7.4. á skattframtali 1990 hefur verið tekin sem viðbótartala við tekjur.

Tekjuskatts- og útsvarsstofn er talinn skv. gjaldheimtu- og álagningarseðli 1990 kr. 2.534.115.- en á að vera kr. 1.750.869.- mismunur kr. 783.250.- eða tvisvar sinnum kr. 391.625.-

Góðfúslega lagfærið þetta og lækkið tekjuskatt og útsvar álagt vegna 1989, sem þessu nemur.“

Skattstjóri kvað upp úrskurð í málinu þann 26. nóvember 1990 og segir þar m.a.:

„Með 4. gr. laga nr. 49/1987 var 2. tl. E-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 felldur niður. Frá gildistöku fyrrnefndu laganna hefur því ekki verið fyrir hendi heimild til handa einstaklingum til að draga frá tekjum sínum einstakar gjafir til líknarmála o.fl.

Með vísan til framanritaðs er því ekki fallist á umræddan frádrátt. Hins vegar er fallist á að lækka tekjur um kr. 391.623,-“

Af hálfu ríkisskattstjóra er með bréfi, dags. 7. maí 1991, gerð sú krafa, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Umrædd gjöf var til trúfélags. Heimild til slíks frádráttar er nú aðeins að finna í 3. mgr. 1. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, þ.e. frádráttur frá tekjum af atvinnurekstri. Frádráttur þessi er að hámarki 0,5% af aðstöðugjaldsstofni gefanda á því ári, þegar gjöf er afhent. Nánar er kveðið á um frádrátt þennan í reglugerð nr. 6l5/1987. Að virtum gögnum málsins þykir kærandi eiga rétt á frádrætti samkvæmt áðurnefndu lagaákvæði og reglugerð. Aðstöðugjaldsstofn kæranda vegna atvinnurekstrar á árinu 1989 var 949.958 kr. Samkvæmt því ákveðst umræddur frádráttarliður 4.750 kr.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja