Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 525/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Söluhagnaður af bifreið

Skattstjóri færði söluhagnað bifreiðar kæranda til tekna svo sem hún væri fyrnanlegt lausafé, en kærandi var læknir sem starfaði aðallega við stofnun í Reykjavík.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Eins og starfi kæranda er háttað, þykja eigi efni til að líta á bifreið þá, er í málinu greinir sem tæki til atvinnurekstrar, er falli undir 15. gr. laga nr. 68/1971. Með vísan til þessa ber að taka til greina kröfu kæranda."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja