Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 777/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 15. gr. B-liður  

Fyrningarfrestur – upphaf

Meðal kæruatriða var ákvörðun skattstjóra um að heimila kæranda ekki fyrningu af íbúðarhúsnæði til frádráttar. Kærandi kvaðst hafa búið í húsinu allt árið 1972. Skv. 15. gr. B-lið tskl. hefjist fyrningartími eigna þegar þær séu hæfar til tekjuöflunar í hendi eiganda. Hvenær yfirvöld komi því í verk að ganga frá fasteignamati eignar skipti því ekki máli.

Ríkisskattanefnd rekur fyrst ákv. B- og E-liðs 15. gr. tskl. sbr. 9. tl. 7. gr. laga nr. 7/1972 og segir síðan:

"Þegar þessi ákvæði eru virt, þykir bera að miða upphaf fyrningartíma eignarinnar við þann tíma, er skattstjóri hóf að reikna kæranda leigu fyrir húsnæðisafnotin. Kæranda ber því frádráttur samkvæmt A- og B-lið 2. gr. reglugerðar nr. 228/1971, en með því að fasteignamatsverð er eigi fyrir hendi verður að áætla þessa frádráttarliði. Eins og háttað er skattlagningu eigin íbúðarhúsnæðis, sem virt hefir verið til fasteignamats, til tekjuskatts svo og því, að kærandi hefir upplýst að hann hafi á skattárinu 1972 búið í húsinu fullbúnu, þykir eftir atvikum mega ákveða frádrátt þennan jafn háan þeirri eigin húsaleigu er skattstjóri reiknaði kæranda. Samkvæmt þessari niðurstöðu lækka hreinar tekjur um kr. 73.000,00."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja