Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 209/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 15. gr. C-liður D-liður  

Fyrning

Deilt var um hvernig reikna bæri fyrningu af auglýsingaskilti. Taldi kærandi að fyrna bæri nafnskiltið skv. ákvæðum skattalaga um fyrningu á keyptum eignarrétti auðkenna eða stofnkostnaði.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Skattstjóri veitti fyrningarfrádrátt sem hér segir: 12,5% + 6% + verðhækkunarstuðulsfyrningu 15%. Kærandi hefir þannig fengið fyrningu til frádráttar sem nemur 21,2% af kostnaðarverði skiltisins. Krafa kæranda er sú, að fyrning verði reiknuð samkvæmt ákvæðum 4. tl. C-liðar 15. gr., en þar er leyfð hámarksfyrning 20%. Hvorki viðbótarfyrning skv. D-lið, né sérstök fyrning vegna verðbreytinga sbr. 6. mgr. C-liðar 15. gr. ná til fyrninga þeirra verðmæta, sem um getur í 4. tl. C-liðar 15. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Kæran er því ekki tekin til greina."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja