Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 532/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 18. gr. 2. mgr.  

Tekjur

Málavextir voru þeir, að kærandi hafði átt viðskipti við fiskverkunarstöð. Í ársreikningum kæranda og fiskverkunarstöðvarinnar árið 1975 kom fram munur að upphæð kr. 1.428.646,-, sem skattstjóri færði sem vantaldar tekjur hjá kæranda með 15% viðurlögum. Í kæru til ríkisskattanefndar gaf kærandi svofellda skýringu á þessum mismun:

"Eftir að lokun reikninga átti sér stað var reiknað viðbótarverð á innlagðar afurðir frá Íshúsfélagi X h.f. fyrir 1973, sem var tilfært hjá Íshúsfélagi X h.f. árið 1973, en er tilfært í reikningi Y h.f. (kæranda) 1974."

Með tilvísun til 18. gr. 2. mgr. og þess að krafa hafði myndast á hendur X h.f. skattárið 1973 staðfesti ríkisskattanefnd úrskurð skattstjóra bæði hvað snerti teknafærslu og viðurlög.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja