Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 72/1975

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 18. gr. 3. mgr.  

Skattskylda - Læknisstörf

Málsatvik eru þau, að hluti tekna kæranda af lækningum var talinn fram til skatts hjá samnefndu hlutafélagi. Skattstjóri taldi, að kæranda bæri sjálfum að greiða opinber gjöld af tekjum sínum fyrir læknisstörf og hækkaði framtaldar tekjur hans um þá fjárhæð, sem talin var til tekna hjá hlutafélaginu eða kr. 861.059,-. Einnig reiknaði skattstjóri kæranda til tekna kr. 91.550,- vegna einkaafnota hans af bifreið.

Kærandi undi ekki þessum úrskurði og krafðist að framtal sitt væri tekið til greina, eins og það var sent skattstjóra og að skattar væru lækkaðir í samræmi við það.

Í úrskurði ríkisskattanefndar sagði:

"Litið er svo á, að tekjur kæranda af læknisstarfi hans verði sem slíkar ekki skattlagðar hjá hlutafélagi. Ber því að staðfesta úrskurð skattstjóra efnislega. Hins vegar þykir mega taka nokkuð tillit til þess kostnaðar, sem færður er til gjalda hjá hlutafélaginu og er tengdur tekjum læknisins. Til viðbótar áður veittum kostnaði vegna læknisstarfa komi kr. 240.000,-.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja