Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 343/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 60/1973, 4. gr.   Lög nr. 68/1971, 19. gr.  

Kærandi krafðist þess, að niður yrði felldur eignarskattur af inneign sinni í Viðlagasjóði um áramótin 1973 - 74. Segir m.a. í bréfi kæranda:

"Ég átti inni bótafé hjá Viðlagasjóði um áramót 3/4 hluta heildarbótafjárhæðar fyrir húseignina. Hér var aðeins um að ræða bótarétt á hendur sjóðnum einum. Ekki var heimilt að framselja né ráðstafa bótafénu með neinum hætti. Engar vaxtagreiðslur voru af fé þessu. Engin skuldabréf voru gefin út fyrir þessu og því ekki rétt, að um þetta hafi verið gerður sérstakur samningur eins og segir hjá skattstjóra. Hér var aðeins um að ræða einhliða ákvörðun sjóðsins um greiðslutilhögun bótanna."

Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra með vísan til 1. málsliðar 19. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 4. gr. laga nr. 60/1973.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja