Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1175/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 21. gr., 22. gr. F-liður  

Eignarskattur - Upplýsingaskylda

Mál það, sem til úrskurðar var, snerist um það hvort inneign hjá Viðlagasjóði væri skattskyld. Taldi ríkisskattanefnd að svo væri, enda þótt um bundna innstæðu væri að ræða. Þá hafði skattstjóri fært á framtal kæranda verðbréfaeign að upphæð kr. 1.430.000,- eða sömu upphæð og kærandi hafði talið sér til eignar árið áður. Kærandi kvaðst hins vegar hafa selt verðbréf þessi með því skilyrði að sölunnar yrði ekki getið í skattframtali.

Um þetta atriði segir ríkisskattanefnd svo:

"Athugun á framtali kæranda þykir benda til að hann hafi selt skuldabréf þau, er málið snýst um, eins og hann heldur fram. Af þeim sökum verður honum ekki gert að greiða eignarskatt þeirra vegna. Þykir skortur á upplýsingum af hans hálfu um kaupanda bréfanna ekki breyta neinu þar um. Ef fylgja á fram kröfu um, að hann upplýsi um kaupanda þeirra, ber að leita annarra úrræða."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja