Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 545/1975

Gjaldár 1971-1973

Lög nr. 68/1971, 38. gr., 47. gr.  

Vantaldar tekjur/viðurlög

Málavextir voru þeir, að ríkisskattstjóri tók til endurálagningar framtöl kæranda. 1971 - 73 og hækkaði skattskyldar tekjur vegna meintra vantalinna tekna af útleigu íbúðar.

Kærandi kærði þessa teknaviðbót til ríkisskattanefndar, en í úrskurði hennar segir:

"Fallast má á, að framtaldar tekjur af útleigðu húsnæði séu afbrigðilega lágar og hafi kærandi ekki rökstutt þær nægilega. Þá hefur kærandi heldur ekki stutt frádráttarliði neinum gögnum. Vegna þessa og með hliðsjón af 47. gr. laga nr. 68/1971 þykir bera að staðfesta úrskurð ríkisskattstjóra."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja