Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 247/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 47. gr  

Viðurlög

Meðal kæruatriða var hvaða viðurlagaprósentu skyldi beita, en kæranda höfðu verið áætlaðar tekjur og eign og gjöld í samræmi við það. Áætlun þessa kærði kærandi f kærufresti, en framtal barst skattstjóra 18. sept. og tók skattstjóri það til greina með 25% viðurlögum.

Í umsögn ríkisskattstjóra segir:

"Enda þótt túlka megi 47. gr. skattalaganna á þann veg er skattstjóri gerir í úrskurði sínum, hefur jafnan verið litið svo á af skattyfirvöldum að með því að kæra álagninguna í kærufresti hafi gjaldandi mótmælt álagningunni. Honum hefur síðan verið gefinn kostur á, að koma að viðbótargögnum og rökstuðningi síðar, þó kærufrestur væri liðinn eftir ástæðum á meðan kæruafgreiðsla fer fram hjá skattstjóra. Má í þessu sambandi nefna ástæður sem ekki verða raktar til gjaldanda sjálfs, t.d. vanefndir þeirra sem taka að sér framtalsgerð, áætlanir sem til verða vegna framtala sem glatast hafa o.s.frv. Af þessum sökum er fallist á að beitt verði 20% viðurlögum í stað 25%."

Ríkisskattanefnd tók framtalið til greina með 20% viðurlögum.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja