Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 755/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 3. gr.  

Tekjur eiginkonu

Málsatvik eru þau, að kærandi og eiginkona hans áttu 25% hlutafjár í hlutafélagi nokkru. Hafði eiginkona kæranda launatekjur frá fyrirtækinu. Skattstjóri taldi að frádráttur vegna starfa konunnar takmarkaðist við hámark skv. 3. mgr. 3. gr., þ.e. 1/4 hluta af persónufrádrætti hjóna, en kærandi krafðist þess, að helmingur launatekna hennar kæmi til frádráttar.

Ríkisskattanefnd úrskurðaði, að eignaraðild þeirra hjóna að fyrirtækinu ein sér hefði ekki í för með sér, að þau teldust eiga það að verulegu leyti í skilningi 3. mgr. 3. gr. laganna um tekjuskatt og eignarskatt.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja