Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1135/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Söluhagnaður - Afturvirkni laga

Á skattárinu seldi kærandi bifreið sína, Toyota árg. 1967, sem hann keypti þann 19. júní 1967 og notaði sem leigubifreið til fólksflutninga. Bókfært verð bifreiðarinnar á söludegi þann 13. maí 1971 var kr. 100.717,00, en söluverðið kr. 220.000,00. Með því, að kærandi hafði átt bifreiðina lengur en 2 ár en skemur en 4 ár, þá reiknaði skattstjóri kæranda til tekna helming söluhagnaðar kr. 59.641,00. Krafðist kærandi þess að tekjuviðbót vegna söluhagnaðar yrði felld niður.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að þegar sala bifreiðarinnar fór fram hafi í gildi verið lög nr. 30/1971. Álagningin sé í samræmi við þau lög og beri því að staðfesta hinn kærða úrskurð.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja