Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1168/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 11. gr., 12. gr., 13.gr., 16. gr.  

Náms- og kynnisferðir

Kærandi, sem var prófessor við Háskóla Íslands, krafðist frádráttar vegna náms- og kynnisferða til útlanda. Rökstuddi hann kröfur sínar með því, að embættisskylda hans, eins og annarra prófessora, væri að stunda rannsóknir jafnframt kennslu. Hann benti einnig á, að ferðir sínar til útlanda gerðu sér kleift að rita og gefa út fræðibækur í sérgrein sinni, hafi hann jafnan talið þær tekjur fram til skatts og eigi hann því að fá til frádráttar þann kostnað, sem leiddi af slíkum störfum. Af hálfu ríkisskattstjóra var fallist á að taka eitthvert tillit til kostnaðar kæranda vegna ferðalaga hans.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Frádrátt frá skattskyldum tekjum gjaldenda er því aðeins heimilt að veita, að til þess sé ótvíræð heimild. Hvorki 16. gr. né E-liður 13. gr. laganna um tekjuskatt og eignarskatt nr. 68/1971, sbr. einnig A-lið 35. gr. reglugerðar nr. 245/1963 né önnur frádráttarákvæði, þykja taka til þess tilviks, sem hér ræður um.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja