Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 852/1973

Gjaldár 1968-1982

Lög nr. 68/1971, 15. gr.  

Fyrning - Fyrningargrundvöllur

Málavextir eru þeir, að kærandi fékk eftirgefinn toll af bifreið sinni að fjárhæð kr. 85.294,00 árið 1967. Kærandi afskrifaði bifreiðina af kaupverði hennar, án tillits til tolleftirgjafarinnar og færði afskriftina til frádráttar tekjum sínum. Á skattframtali 1971 getur kærandi þess, að kvöð vegna tolleftirgjafarinnar sé fallin niður. Breyting skattstjóra á frádráttarbærum afskriftum var í því fólgin, að hann reiknar afskriftir af þeirri fjárhæð, sem bifreiðin kostaði kæranda. Var úrskurður skattstjóra staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja