Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1179/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 15. gr. D-liður  

Fyrningar - Flýtifyrning

Kærandi, verkfræðistofa, gjaldfærði sem flýtifyrningu í ársreikningi sínum árið 1971 6% af áhöldum og tækjum, sem keypt voru á því ári. Skattstjóri lækkaði flýtifyrninguna um helming með tilvísun til 3. mgr. B-liðar 15. gr. laga nr. 68/1971.

Gerði kærandi þá kröfu að flýtifyrningin væri að fullu tekin til greina við útreikning skattskyldra tekna og var af hálfu ríkisskattstjóra fallist á þau sjónarmið, þar sem eigi verði séð að flýtifyrning skv. D-lið 15. gr. laga nr. 68/1971 sé bundin við eignartíma á árinu svo sem hin almenna fyrning.

Með tilvísun til fyrrnefnds D-liðar 15. gr. laga nr. 68/1971, féllst ríkisskattanefnd á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja