Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 327/1990

Gjaldár 1988

Lög nr. 75/1981 — 100. gr. 9. mgr.  

Leiðrétting — Leiðrétting ríkisskattanefndar — Leiðréttingarheimild ríkisskattanefndar — Leiðrétting stjórnvaldsákvörðunar — Leiðrétting ríkisskattanefndar á eigin úrskurði — Bersýnilegar villur — Reikningsskekkjur — Gjaldabreytingar — Gjaldabreytingar ríkisskattanefndar

Leiðrétting á gjaldabreytingum vegna úrskurðar ríkisskattanefndar nr. 54, dags. 12. febrúar 1990.

Með úrskurði þessum var fallist á þær kröfur kæranda, sem fram komu í kæru dags. 9. nóvember 1988. Hins vegar varð sú reikningsskekkja við lækkun opinberra gjalda gjaldárið 1988 að gengið var út frá því að helmingi hærri fjárhæð aðstöðugjalds og kirkjugarðsgjalds hefði verið lögð á en gert var. Niðurfellingarfjárhæð þessara gjalda varð því helmingi hærri en vera átti.

Með úrskurði þessum fylgir nýtt og leiðrétt gjaldabreytingayfirlit.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja