Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 616/1990

Gjaldár 1988

Lög nr. 75/1981 — 31. gr. 3. og 4. tl. — 74. gr. 4. tl. og 5. tl. 2. mgr.  

Niðurfærsla — Niðurfærsla útistandandi viðskiptaskulda — Niðurfærsla vörubirgða — Vörubirgðir — Útistandandi viðskiptaskuldir — Niðurfærslusamræmi

„Kærður er sá úrskurður skattstjóra að eigi sé heimilt að niðurfæra vörubirgðir og viðskiptakröfur í árslok 1987 sbr. 4. tl. og 2. mgr. 5. tl. 74. gr. laga nr. 75/1981, þ.e. til lækkunar eignarskattsstofns, nema því aðeins að heimildir 3. og 4. tl. 31. gr. sömu laga séu nýttar þ.e. til lækkunar tekjuskattsstofns.

Við fáum ekki séð samkvæmt fyrrgreindum lögum þurfi samræmi að vera í niðurfærslum til eignarskattsstofns og tekjuskattsstofns, enda er niðurfærsla til eignarskattsstofns aðgerð sem ekki hefur áhrif á uppgjör næsta árs. Það að niðurfæra birgðir og viðskiptakröfur eingöngu til eignarskattsstofns hefur sömu áhrif skattalega þegar um tap er að ræða, og ef einnig hefði verið niðurfært til tekjuskattsstofns. Tap sem niðurfærslur mynda er endurmetið með skattstuðli en niðurfærslur til tekjuskattsstofns eru inn í stofni til verðbreytinga, og þar eru reiknaðar tekjur á móti endurmati yfirfærða tapsins.

Aðalkrafa okkar er sú að framtal verði látið óbreytt standa og niðurfærslur til lækkunar eignarskattsstofns standi þrátt fyrir að heimildir um niðurfærslu til lækkunar tekjuskattsstofns séu ekki nýttar. Til vara ef aðalkröfu okkar yrði hafnað, förum við fram á að heimildir 3. og 4. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981 verði einnig nýttar.“

Með bréfi, dags. 30. maí 1990, krefst ríkisskattstjóri þess fyrir hönd gjaldkrefjenda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Fallist er á varakröfu kæranda en aðalkröfu hans hafnað.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja