Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 762/1991

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 74. gr. 1. tl. 1. mgr. — 76. gr.  

Verkamannabústaður — Verkamannabústaður, uppgjör eignarhluta — Byggingarsjóður ríkisins — Fasteign — Íbúðarhúsnæði — Skattskyld eign — Eign, skattskyld — Fasteignamatsverð — Eignarskattur — Eignarskattsverð — Eignarskattsstofn — Eignfærsla — Skuldir — Frádráttarbærni við ákvörðun eignarskatts — Eignir, frádráttur frá eignum — Frádráttarheimild

Með bréfi til skattstjóra, dags. 28. ágúst 1989, var af hálfu kæranda gerð svohljóðandi krafa varðandi álagðan eignarskatt:

„Íbúð mín er byggð á vegum Verkamannabústaða og hefur fasteignamat engin áhrif á eignarhluta minn.

Það sem ég á í íbúðinni er uppreiknað kostnaðarverð skv. byggingarvísitölu frá 31/8 ’75 að frádregnum skuldum. Kostnaðarverð var 4.137.500 gamlar krónur þ.e. 41.375.- ný kr.

Um síðustu áramót var staðan þannig:

Uppreiknað kostnaðarverð kr. 2.595.781

Skuldir kr. 810.142

kr. 1.785.639

Aðrar eignir skv. framtali kr. 396.200

Eignarskattsstofn er því kr. 2.181.839.“

Með kæruúrskurði, dags. 26. janúar 1990, synjaði skattstjóri kröfu kæranda með vísan til 1. tl. 74. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

Með bréfi, dags. 6. febrúar 1990, hefur kærandi skotið kæruúrskurði skattstjóra til ríkisskattanefndar. Er kröfugerð kæranda eftirfarandi:

„Ég get ekki fallist á að íbúð mín sé skattlögð skv. fasteignamati þar sem ég á aldrei meira í íbúðinni, en það sem ég hef greitt þ.e. uppreiknað kostnaðarverð – skuldir.

Í raun má segja að ég skuldi [X-]kaupstað kr. 1.870.361 og eru það mistök af minni hálfu að færa það ekki á framtal mitt.“

Með bréfi, dags. 6. desember 1990, gerir ríkisskattstjóri þá kröfu í máli þessu fyrir hönd gjaldkrefjenda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Samkvæmt 1. tl. 74. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, skal telja til eignar allar fasteignir á gildandi fasteignamatsverði. Er úrskurður skattstjóra því staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja